Þetta lag er danskt barnalag sem ég þýddi. Það byggir á þeirri dönsku hjátrú að það boði gott veður ef maður getur fengið maríuhænu til að fljúga upp til himins. Lagið má finna á geisladisknum Maja Maríuhæna og önnur barnalög. Nú er það á Spotify en er einnig hægt að sækja það á mp3-sniði hér að neðan.
1-2-3 maríuhænur
Ein - tvær - þrjár maríuhænur
flugu vítt og breitt um geim
og um kvöldið komu allar
til að sækja Birtu heim.
Ein - tvær - þrjár maríuhænur
fundu í garði næturskjól.
Daginn eftir fékk hún Birta
sumarblíðu, logn og sól.
Nafnið í textanum er náttúrulega breytilegt eftir því hvern verið er að syngja um.
Danskt lag: Jørgen Sørensen
Íslensk þýðing: Baldur Kristinsson
//: C / A7 /
/ Dm / G C /
/ Am / Dm /
/ G7 / G7 C ://
Leikur
Leikurinn er svona: Börnin sitja dreift um salinn ("heima hjá sér"). Þrjú barnanna fá að vera maríuhænur. Þau flögra um meðan spilað er undir á gítar án söngs. Allir krakkar syngja svo fyrsta erindið og í lok þess fljúga allar þrjár maríuhænurnar til kennarans (eða einhvers annars) og "sofna" hjá honum. Síðan fá þrjú ný börn að vera maríuhænur, og leikurinn heldur áfram með nýjum þáttakendum þar til allir hafa fengið að reyna.