Afi og rófan
Afi plantaði rófu og sagði:
Nú skaltu vaxa, rófa mín.
Þú skalt vaxa og vaxa og verða sæt.
Þú skalt vaxa og vaxa og verða stór.
Og rófan óx og óx.
Hún varð sæt, hún varð sterk, hún varð stór.
Afi fór að toga rófuna upp.
"Og hann togaði og togaði í rófuna
en hún hreyfðist ekki neitt - Ó nei!"
Afi kallaði á ömmu:
”Amma! Komdu að hjálpa mér!”
Amma kom, amma hélt í afa
og afi hélt í rófuna.
Og afi sagði; ”1-2-3”
"Og þau toguðu og toguðu í rófuna
en hún hreyfðist ekki neitt - Ó nei!"
Amma kallaði á stelpuna:
”Stelpa! Komdu að hjálpa mér!”
Stelpan kom, stelpan hélt í ömmu,
amma hélt í afa,
og afi hélt í rófuna.
Og afi sagði; ”1-2-3”
"Og þau toguðu og toguðu í rófuna
en hún hreyfðist ekki neitt - Ó nei!"
Stelpan kallaði á hundinn:
”Hundur! Komdu að hjálpa mér!”
Hundurinn kom, hundurinn hélt í stelpuna,
stelpan hélt í ömmu,
amma hélt í afa,
og afi hélt í rófuna.
Og afi sagði; ”1-2-3”
"Og þau toguðu og toguðu í rófuna
en hún hreyfðist ekki neitt - Ó nei!"
Hundurinn kallaði á köttinn:
”Köttur! Komdu að hjálpa mér!”
Kötturinn kom, kötturinn hélt fast í hundinn,
hundurinn hélt í stelpuna,
stelpan hélt í ömmu,
amma hélt í afa,
og afi hélt í rófuna.
Og afi sagði; ”1-2-3”
"Og þau toguðu og toguðu í rófuna
en hún hreyfðist ekki neitt - Ó nei!"
Kötturinn kallaði á litlu músina:
”Mús litla! Komdu að hjálpa mér!”
Litla músin kom, músin hélt fast í köttinn,
kötturinn hélt fast í hundinn,
hundurinn hélt í stelpuna,
stelpan hélt í ömmu,
amma hélt í afa,
og afi hélt í rófuna.
Og afi sagði; ”1-2-3”
Og þau toguðu og toguðu í rófuna
og þá kom hún loksins upp - Húrra!"
Hugmynd eftir: Renée Adrian (Musikalsk legestue nr. 3).