Lea sat heima hjá sér í leik og var að raula með sjálfri sér um það hvað það gæti stundum verið erfitt að velja. Allt í einu varð henni ljóst að hún hafði búið til lag, svo hún hljóp glöð fram til mömmu sinnar til að segja henni frá því. Þegar hún kom í leikskólann til mín þurfti ég auðvitað að heyra lagið og við gerðum þessa upptöku með diktafón.
Annaðhvort, annaðhvort,
æ, ég veit ekki hvað ég á að kaupa.
Kannski ... skartgripi?!
Annaðhvort, annaðhvort,
æ, ég veit ekki hvað ég á að gera.
Kannski ... spila?!
Annaðhvort, annaðhvort,
æ, ég veit ekki hvar ég á að hjóla.
Kannski ... á götunni?!
Eins og sést á textanum fékk Lea þá hugmynd að maður geti sungið um hvað sem er þar sem maður þarf að velja um eitthvað - og alltaf valið sér eitthvað nýtt.