Ding dong sagði lítill grænn froskur einn dag,
Ding dong sagði lítill grænn froskur.
Ding dong sagði lítill grænn froskur einn dag,
og svo líka ding dong spojojojojon.
Mm-e sagði lítil græn eðla einn dag,
Mm-e sagði lítil græn eðla.
Mm-e sagði lítil græn eðla einn dag,
og svo líka mm-e....
King kong sagði stór svartur api einn dag,
King kong sagði stór svartur api.
King kong sagði stór svartur api einn dag,
og svo líka king kong ohohohohohoh......
Blúbb blúbb sagði lítill blár fiskur einn dag,
blúbb blúbb sagði lítill blár fiskur.
Blúbb blúbb sagði lítill blár fiskur einn dag,
og svo líka blúbb, blúbb, blúbb......
Úúú sagði lítill grár draugur einn dag,
Úúú sagði lítill grár draugur,
Úúú sagði lítill grár draugur einn dag,
og svo líka ÚÚ AAAAAAA
Höfundur óþekktur.
Saga
Einu sinni var lítill grænn froskur sem sagði Ding Dong. Litli
froskurinn hét Siggi og á heima á litlum stein við stóra tjörn. Við
hliðna á steininum hans var annar steinn sem á lá lítil græn eðla sem
hét Palli. Hann var rosa glaður og brosti fallega þegar hann sá Sigga.
Hinum megin við tjörnina var lítið tré sem stór svartur api sem hét King
Kong sveiflaði sér í. Ofan í tjörninni var svo lítill blár fiskur sem
hét Jonni en hann synti og synti en stakk hausnum stundum upp úr til
þess að skoða og heilsa vinum sínum sem lágu á steini og héngu uppi í
tré. En svo um kvöldið ákváðu vinirnir að spjalla aðeins saman áður en
þeir færu að sofa en þá kom hræðilegi draugurinn Gunni og reyndi að
hræða vinina AAAAAAAA en þeir voru bara ekki hræddir og vildu frekar
vera vinir draugsins Gunna. Morguninn eftir voru allir orðnir vinir,
meira að segja draugurinn Gunni.
Orð og hugtök
Í textanum
Litirnir í textanum
Tala um dýrin hvernig þau eru á litinn, hvað þau segja o.fl.
Hvað þýða hljóðin og hvernig maður beitir orðunum:
Spojojojojon
Um EEE
King kong ohohohohohoh
Blubb Blubb
ÚÚ AAAAAAA
Í sögunni
Hvar þau eru (á steinum, í tré, í tjörn)
Að vera glöð, hrædd.
Ofan á, ofan í, uppi í
Myndrænt
Nota myndir og syngja lagið á sama tíma. Myndirnar eru hér í PDF-skjali.
Hreyfing og leikir
Nota hreyfingarnar á meðan lagið er sungið.
Væri gaman ef fara út og finna stein, tré og tjörn (pollur væri í
lagi).
Leika dýrin og syngja lagið eða segja söguna.
Nota myndirnar á meðan við syngjum lagið.
Einn og einn nemandi velja sér dýr til að leika og leikum lagið með
söng.