Texti
Hérna koma nokkur risa tröll hó, hó!
Þau öskra svo það bergmálar um fjöll hó, hó!
Þau þramma yfir þúfurnar
svo fljúga burtu dúfurnar.
En bakvið ský er sólin hlý í leyni
Hún skín á tröll, þá verða þau að steini.
Frá Tjarnarseli
Hérna koma nokkur risa tröll hó, hó!
Þau öskra svo það bergmálar um fjöll hó, hó!
Þau þramma yfir þúfurnar
svo fljúga burtu dúfurnar.
En bakvið ský er sólin hlý í leyni
Hún skín á tröll, þá verða þau að steini.
Einu sinni voru tröll (tröllapabbi, tröllamamma og tröllakrakkar) sem áttu heima lengst upp í fjalli. Einn daginn voru þau mjög svöng og langaði að fá eitthvað að borða. Þau ákváðu að flýta sér niður að bóndabænum þar sem dýrin áttu heima og finna sér eitthvað að borða. Þau tóku mjög stór tröllaskref og þrömmuðu með miklum hávaða niður fjallið. Þau þrömmuðu yfir blómin og grasið og þúfurnar þar sem litlu fuglarnir og dúfurnar voru að fá sér bláber og orma að borða. Dúfurnar urðu svo hræddar að þær flýttu sér að fljúga í burtu svo tröllin myndu ekki stíga á þær með stóru fótunum sínum. En þegar að tröllin voru alveg að verða komin að bóndabænum fóru skýin að hreyfast hægt á himninum hver hald þið að hafi verið á bakvið skýin ??
Jááá....sólin fór að skína og þá lentu tröllin í vandræðum. Þegar sólin skein á tröllin þá breyttust þau í stóra steina. Tröllin gátu ekki hreyft sig þau voru alveeeeg eins og þau væru frosin. Nú voru þau búin að breytast í tröllasteina af því að sólin skein á þau.
Myndrenningur - sjá myndir hér að neðan. Þær eru líka hér sem PDF-skjal.
Við syngjum lagið og hreyfum okkur og öskrum eins og tröll, hreyfum hendurnar eins og þegar fuglar eru að blaka vængjum. Setjum hendurnar fyrir andlitið til þess að fela sólina og svo þegar sólin skín á tröllinn þá fara hendurnar frá andlitinu og verðum svo grafkjurr þegar tröllin verða að steinum.
Aldur: 2 ára og eldri, kennarinn getur aðlagað leikinn eftir aldri og þroska barnanna.
2-4 ára erum við ekki með neinar flóknar reglur, eingöngu að hafa gaman
5-6 ára er hægt ef áhugi er fyrir hendi að hafa leikinn aðeins erfiðari og ef barn hreyfir sig þegar kveikt er þá er barnið úr, en fær nýtt hlutverk að aðstoða kennarann að reyna finna fleiri tröll sem hreyfa sig eftir að ljósin eru kveikt.
Markmið: Leikurinn reynir mikið á leikræna tjáningu þar sem börnin setja sig í hlutverk ólíkra trölla. Það reynir á snerpu þeirra, að vera fljót að átta sig á hvort það sé kveikt eða slökkt ljósin og verða að vera alveg graf kjurr. Þau fá á sinn hátt að skapa sín tröll, reynir á eftirtekt og túlkun þeirra. Þar sem gott er að lesa bókina eflir það læsi og hlustun. Leikurinn hvetur til að skapa og til hreyfingar.
Undirbúningur: Það er gott að vera í opnurými þar sem börnin hafa mikið frelsi til þess að hreyfa sig. Rýmið þarf að vera nokkuð bjart, svo börnin átti sig á þegar ljósin eru kveikt eða slökkt.
Áður en farið er í Tröllaleikinn er gott en ekki nauðsynlegt að lesa bókina Ástarsaga í fjöllunum eða aðrar sögu um tröll. Með því að lesa bókina fá börnin betri skilning þegar farið er í leikinn. En fyrir yngri krakka er snjallt að syngja með þeim lagið um tröllin sem verða að steinum þegar þau eru of lengi úti og sólarljós skín á þau.
Með báðum þessum leiðum að lesa bók um tröll eða syngja um tröll læra þau ýmislegt um tröll.
Leiklýsing: Börnin fá góðan tíma til þess að koma sér í hlutverk, þau fá algjörlega sitt frelsi til þess að tjá og leika tröll á sinn hátt. Kennarinn stendur við ljósarofa og er tilbúinn að slökkva ljósin þegar börnin eru tilbúin. Leið og það er orðið myrkur byrja börnin að syngja lagið um tröllin. Þau bæði syngja og leika tröllinn, stappa niður fótum, eru stór stíg. í þessum leik má svo sannarlega hafa hátt, þar sem tröllin láta vel í sér heyra. Leið og ljósin kvikna þá vita þau að tröllin verða að steini. Bæði er hægt að hafa leikinn þannig að ef kennari sér að barn hreyfi sig eftir að ljósin eru kveikt, þá fær barnið nýtt hlutverk með kennara að finna fleiri tröll sem hreyfa sig þegar ljós er. En það er líka vel hægt að halda bara leiknum áfram og engin er að vinna bara hafa gaman af leiknum.
Hægt er að fara í þennan leik með stuttum fyrirvara hvort sem er verið að fara í leikinn fyrir eða eftir hópastarf. Svo gæti verið skemmtilegt að vinna frekari verkefni um tröllinn ef börnin sýna því mikinn áhuga. Það á ávallt að vera markmið þegar kenna á börnum leiki að fyrst og fremst erum við að læra skemmtilega leiki og hafa gaman.
Hátt upp í fjöllunum
Hátt upp í fjöllunum, þar búa tröllin.
Tröllapabbi, tröllamamma og litli tröllirölli
Búúú sagði tröllapabbi
Búúú sagði tröllamamma
En hann litli tröllirölli sagði bara -- Gúg
Bækur og sögur þar sem t.d tröll koma fyrir.
Búkolla -- Gilitrutt -- Ástarsaga úr fjöllunum.
Tröllamatur -- Tröllastrákurinn sem gat ekki sofnað -- Tröllastrákurinn eignast vini -- Tröllastrákurinn læknar hrekkjusvín -- Myrkfælna tröllið.
Sláðu inn leitarorð hér að neðan.