Fimm mínútur í jól

Frá Velli

Texti

Er það brúða eða bíll,
bók eða lest?
Þekkir einhver hér
þennan jólagest,
sem læðist um með sekk
lætur oní skó
- meðan lítil börnin
sofa vært í ró.

Hvíldu höfuð hljótt.
Hlustaðu, það kemur senn jólanótt.
Úti er snjór, úti er kalt,
úti hljóma jólabjöllur yfir allt.

Lag: R. Miller
Texti: Margrét Pála Ólafsdóttir

Sagan

Lítil stúlka bjó með foreldrum sínum á litlum bæ langt út í sveit. Hún gat ekki sofnað því hún hugsaði svo mikið um hvað hún fengi í skóinn sinn, hvað myndi jólasveinninn setja í skóinn hennar. Kannski brúðu eða bíl eða bók eða lest?

Mamma hennar settist á rúmið hjá henni „Ertu andvaka, getur þú ekki sofnað skotta mín?“ „Nei mamma, ég er svo spennt að vita hvað ég fæ í skóinn“ sagði stúlkan og settist upp í rúminu.

Mamma brosti „Leggstu nú niður og hvíldu höfuðið á koddanum,“ sagði hún um leið og hún breiddi yfir hana sængina. „Mamma, það er snjór úti og svo kalt, heldur þú að jólasveininum verði ekki kalt?“ spurði stúlkan áhuggjufull. „Nei, ég held að jólasveinninn sé svo vel klæddur að honum verði ekki kalt og svo er hann líka með sítt og mikið skegg sem hlýjar honum.“

„Hlustaðu, kannski heyrir þú í jólabjöllum jólasveinsins“ hvíslaði mamma. Stúlkan hlustaði en heyrði ekki neitt. „En mamma, kannski læðist jólasveinninn svo ofurhægt með pokann sinn á bakinu að ég heyri hann ekki koma“. „Það er líka allt í lagi“ sagði mamma og brosti „Jólasveinninn kemur ekki fyrr enn þú ert sofnuð og allt er komið í ró í sveitinni okkar“

„Mamma er skórinn minn ekki örugglega úti í glugga?“ „Jú, hann er þar sem þú settir hann. Nú skaltu fara að sofa“ sagði mamma og knúsaði stelpuna sína.

Stúlkan sofnaði vært og það komst ró á í fallegu sveitinni hennar.

Úti lagðist nóttin yfir, tunglið lýsti upp snæviþakta sveitina en fallegust af öllu var jólastjarnan sem lýsir jólasveininum leiðina að gluggum þar sem barnaskór biðu spenntir. Í fjarska heyrðist bjölluhljómur. Þetta voru jólabjöllur jólasveinsins.

Orðaforði og hugtök

Úr laginu:

  • Hver er þessi jólagestur?
  • Læðist um
  • Sekkur
  • Hver lætur oní skó?
  • Hvíldu höfuð hljótt
  • Jólanótt
  • Hljóma jólabjöllur
  • Leikföng: brúða, bíll, bók, lest
  • Snjór
  • Kalt

Úr sögunni:

  • Á litlum bæ langt út í sveit – Hvar á stúlkan heima? Hvað er lítill bær?
  • Hvað er að vera andvaka?
  • Hvað er sítt skegg og hvernig getur það hlýjar jólasveininum?
  • Hvernig læðist maður ofurhægt?
  • Hvað er að hlusta og heyra?
  • Hvað er ró?
  • Lagðist nóttin yfir?
  • Hvað er snæviþakin sveit?
  • Í fjarska?
  • Hvað er bjölluhljómur?

Sjónrænt

  • Finna til leikföngin sem koma fram í textanum
  • Búa til renning með myndum og textanum úr laginu
  • Myndaspjöld
  • Búningar

Myndir fyrir myndrenning (PDF)

Hreyfing og leikur

  • Handahreyfingar – tákn með tali
  • Leika söguna – Það er mjög auðvelt að leika söguna.
  • Hægt að tengja við jólasveinana – börnin velja hvaða jólasveina þau vill leika.

Samþætting

Lög:

  • Gefðu mér gott í skóinn
  • Bráðum koma blessuð jólin

Bækur:

  • Jólasveinarnir- eftir Iðunni Steinsdóttur
  • Þrettán dagar til jóla – eftir Brian Pilkington

Myndsköpun:

Myndir af jólasveinum í bókum eru allskonar, því er áhugavert að ræða það með börnunum hvernig jólasveinninn í þeirra huga lítur út og teikna hann/þá. Mega jólasveinar ekki vera allskonar?

Þemu og dagatal leikskólans:

  • Jólaþema - Hver kemur fyrstur? Dagatal jólasveinanna
  • Starfið í desember – hvaða jólasveinn kemur í kvöld?
  • Hægt að tengja við jólasveinana – börnin velja hvaða jólasveina þau vilja leika.
Síðast breytt
Síða stofnuð