Buxur, vesti, brók og skó
Buxur, vesti, brók og skó,
bætta sokka nýta,
húfutetur, hálsklút þó,
háleistana hvíta.
Höfundur: Jónas Hallgrímsson
Lag: "Afi minn og amma mín"
Í sambandi við Dag íslenskrar tungu var ég í heimsókn á leikskólanum Dal í Kópavogi og sá hjá þeim svo skemmtilega þvottasnúru sem ég fékk leyfi til að taka mynd af. Hugmyndin er einföld en gerir mikið til að auka innlifun og skilning barna á vísunni hans Jónasar Hallgrimsonar sem hann segist hafa kveðið á sínu sjötta ári.
Buxur, vesti, brók og skó,
bætta sokka nýta,
húfutetur, hálsklút þó,
háleistana hvíta.
Höfundur: Jónas Hallgrímsson
Lag: "Afi minn og amma mín"
Það kom mér annars mjög á óvart að uppgötva að þetta lag sem ég var handviss um að væri al-íslenskt er í raun eftir Al Dexter og heitir "Pistol Packin' Mama". Ég set hér inn myndskeið frá YouTube til að sýna fram á þetta, en upplýsingarnar fann ég í bókinni hennar Unu Margrétar Jónsdóttur: "Allir í leik 2. Söngvaleikir barna".
Samkvæmt Wikipediu er Al Dexter reyndar einungis höfundur textans í "Pistol Packin' Mama", á meðan laglínan er byggð á þjóðlagi Suðurríkjaþræla af nígerskum ættum, "Boil Them Cabbage Down".
Sláðu inn leitarorð hér að neðan.