Það var afskaplega gaman fyrir mig að vera boðið í heimsókn í Korpukot í Grafarvogi þar sem börnin sungu fyrir mig danska lagið "Der bor en bager" ásamt fullt af öðrum lögum. Leikskólakennarinn þerra, Hólmfríður Jónsdóttir, var búin að æfa með útskriftarhópnum, og það var ekki smá flott hjá þeim enda voru þetta mörg og löng lög með erfiðum textum. Neðar á síðunni má lesa lýsingu Hófýjar á starfi Korpukórsins, eins og þessi duglegi sönghópur barnanna er kallaður.
Það má annars segja frá því að "Der bor en bager" er barnalag sem allir þekkja í Danmörku, en ekki með laglínunni sem Bítlavinafélagið gerði vinsæla hér á Íslandi. Í myndskeiðinu syngur kór barnanna upphaflega danska lagið og gerir það rosalega vel. Ég hef líka gert smá upptöku af laginu sem má hlusta á hér.
Der bor en bager
Der bor en bager
på Nørregade,
han bager kringler
og julekage.
Han bager store,
han bager små,
han bager nogle
med sukker på.
Og i hans vindue
er sukkersager
og heste, grise
og peberkager,
så har du penge,
så kan du få,
men har du ingen,
så må du gå.
Höfundur: Óþekktur (mismunandi útgáfur þekktar frá um 1850; þessi útgáfa hefur orðið fyrir áhrifum frá texta Alice Tegnér).
Korpukórinn
Haustið 2010 var fyrsta skipti „kór“ á Korpukoti. Það hefur alltaf verið sungið mikið hjá okkur og eitt sinn voru elstu börn leikskólans að biðja um að öðruvísi lög væru sungin. „Svona fullorðins“ eins og einn sagði. Þá var farið á stað og fundið nokkur lög til að læra og úr varð elstubarna kór og kallaðu Korpukórinn. Þetta var mjög skemmtilegt og börnin mjög svo dugleg að læra texta og erfið lög.
Haustið 2012 byrjuðum við á því að læra lagið „litla flugan“. Börnin voru mjög dugleg að læra textann og vildu læra fleiri lög. Við höfum reynt að finna lög sem öllum líkar. Þau vilja læra alskonar lög eins og þau segja gömul „ömmu og afalög“ . En svo vilja þau líka læra eitthvað sem þau heyra í útvarpinu.
Þegar við finnum lag þá er farið yfir textann og ef hann er í lagi fyrir þau þá les ég upp textann 1-2 sinnum og svo syng ég lagið fyrir þau. Svo byrja þau að læra lag og texta og tekur yfirleitt ekki meira en 3-4 daga og oft tekur það bara 2 daga.
Lögin sem við höfum tekið í vetur eru: Litla flugan, Ljúfa Anna, Litla Lipurtá, Hjá þér, Stingnum af, Fjórir kátir þrestir, Der bor en bager, Þýtur í laufi, Diggi liggi læ læ, Píla Pína og Litli tónlistarmaðurinn.
Síðastliðið haust var haldið upp á 10 ára afmæli leikskólans og söng þá litli korpukórinn fyrir gesti við mikinn fögnuð. Og svo var sungið á útskriftinni leyniatriðið þar var De bor en bager og var mikil spenna fyrir það lag. Lagið var orðið svona „mission“ hjá þeim að halda því leyndu og læra það extra vel.
Sockerbagaren
Enn önnur laglína með mjög svipuðum texta er notuð í sænsku útgáfunni eftir Alice Tegnér. Sú útgáfa heitir "Sockerbagaren".
En sockerbagare
här bor i staden,
han bakar kakor
mest hela dagen
han bakar stora,
han bakar små,
han bakar några
med socker på
Och i hans fönster
hänga julgranssaker
och hästar, grisar
och pepparkakor
och är du snäller,
så kan du få
men är du stygger,
så får du gå
Höfundur: Alice Tegnér (með innblæstri frá einhverri af dönsku útgáfunum)
"Danska lagið"
Smá nostalgía fyrir fólk á fimmtugsaldri sem enn man eftir helsta sumarsmellinum árið 1989, "Danska laginu" frá Bítlavinafélaginu: