Dýrahristur
Auðveld og ódýr leið til að búa til hljóðfæri er að nota umbúðir utan af t.d. leikföngum. Hér er eitt dæmi um slíkt: hrista með dýrahaus, búin til úr plasthólki sem var með plastdýrum í.
Ég var svo heppin að dýrin voru þegar á hólknum svo að ég þurfti mjög lítið að gera annað en að stytta hólkinn. En það er auðvitað líka hægt að skreyta hvaða hólk eða dós sem er með dýrum og búa til dýrahristur.
Takið eftir silfurkúlunum í hákarlahristunni. Það eru sykurkúlur til kökuskreytinga. Gott er að láta ílátið vera glært því að það getur verið spennandi fyrir börnin að horfa á kornin hreyfast í hristunum.
Síðast breytt
Síða stofnuð