Fimm lítil letidýr

Þetta lag finnst okkur vera mjög skemmtilegt þessa dagana enda erum við með letidýra-þema á deildinni. Letidýr á hvolfi sjást bæði úti og inni og börnin fá góða æfingu í að klifra og halda sér með "klónum". Ég ákvað að nota þessa breyttu útgáfu á góða, gamla apalaginu til að kenna börnunum um helstu óvini letidýranna úti í náttúrunni. Til að enda lagið samt á glaðlegum nótum kemur í lokin lítill prakkari og kitlar síðasta letidýrið svo að það vakni. Sjá myndskeiðið neðst á síðunni.

Fimm lítil letidýr

Fimm lítil letidýr
héngu uppi í tré.
Sofandi á hvolfi,
með klónum héldu sér.

Þá kom hann herra krókódíll
svo hægt og rólega og ... AMM!

Fjögur lítil letidýr héngu…

Þá læddist herra jagúar
svo hægt og rólega og... AMM!

Þrjú lítil letidýr héngu…

Þá skreið frú kyrkislanga að
svo hægt og rólega og... AMM!

Tvö lítil letidýr héngu…

Þá sveif þar yfir kondórinn
svo hægt og rólega og... AMM!

Eitt lítið letidýr
hékk uppi í tré
sofandi á hvolfi
með klónum hélt það sér

Þá kom þar lítill prakkari
svo hægt og rólega og...
         kitli-kitli-kitli!

Lag: Fimm litlir apar
Texti: Birte Harksen

Smellið hér til að sækja PDF-skjal með laginu

…svo hægt og rólega og...

Þrjú lítil letidýr héngu uppi í tré

Þá kom hann Herra Krókódíll svo hægt og rólega...

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð