Gömlu góðu barnalögin
Þetta er hugmyndabanki sem sýnir vinnu margra kennara að því að fara í dýptina með „gömlu góðu barnalögin“ með það að markmiði að efla málörvun, skilning og þátttöku barnanna. Mikilvægt atriði í þessu samhengi er að búa til sögu sem fylgir laginu og að fá hugmyndir að leikjum, myndrænni framsetningu og samþættingu við annað starf. Öllum er velkomið að senda inn lýsingu af þessu tagi um eitthvert vel þekkt barnalag. Fylgt er ákveðnu sniði sem lýst er í leiðbeiningunum neðar á síðunni.
Þessar síður urðu til sem hluti af samvinnu allra 11 leikskóla í Reykjanesbæ kringum þróunarverkefnið Leikgleði gegnum sögur og söng á skólaárinu 2023-24. Við vonum að sem flestir njóti góðs af og bjóðum ykkur að taka þátt í að bæta í safnið af góðum gömlum barnalögum!
Leiðbeiningar
Gert er ráð fyrir að lýsingin á vinnunni með lagið skiptist í eftirtalda efnisþætti:
-
Mynd: Takið aðlaðandi mynd sem sýnir leikmuni, myndrenninga eða álíka. Verið með hvítan eða ljósan bakgrunn.
-
Texti: Texti lagsins fylgi ávallt með.
-
Sagan: Segja lagið sem sögu eða setja það inn í sögu: „Einu sinni var...“
-
Orðaforði og hugtök: Hvaða orð þarf að útskýra? Hvaða orð og hugtök tengjast þeim sem eðlilegt er að tala um í leiðinni? Athugð að einnig er hægt að fjalla um orð úr sögu sem tengd hefur verið við lagið.
-
Sjónrænt: Gerið lagið myndrænt og/eða áþreifanlegt (með myndum, leikmunum o.fl.). Sendið inn skjöl eða myndir til að lýsa þessu og gera aðgengilegt öðrum.
-
Hreyfing og leikur: Hvaða hreyfingar geta fylgt laginu? Er hægt að tengja hreyfileik við það? Er hægt að tengja það við hreyfingu um rýmið? Er hægt að leika söguna? O.s.frv.
-
Samþætting: Hvernig er hægt að tengja lagið/söguna við annað starf í skólanum, t.d. sköpun eða þemavinnu? Eru önnur lög, bækur eða annað sem líka má tengja við?
-
Skjöl til útprentunar: Ef við á er gott að bæta við skjölum sem hægt er að prenta út (t.d. myndir til plöstunar, textinn með gítargripum o.s.frv.) svo að aðrir geti notið góðs af við eigin undirbúning. Best er að hafa skjölin á PDF-sniði.
Lagalisti
Hér eru hugmyndir að ýmsum lögum sem gaman væri að bæta í safnið. Endilega hafið samband við mig ef þið viljið hjálpa til með það.
- Afi minn og amma mín
- Allir krakkar
- Allur matur
- Bangsilúri
- Bí bí og blaka
- Bíldruslan
- Bjarnastaðabeljurnar
- Búddi fór í bæinn
- Dvel ég í draumahöll
- Ef væri ég söngvari
- Ein ég sit og sauma
- Einn fíll lagði af stað í leiðangur
- Ég er lítill teketill
- Fann ég á fjalli
- Fimm litlir apar hoppa á dýnu
- Fimm litlir apar sátu uppi í tré
- Fimm ungar syntu langt í burt
- Frost er úti, fuglinn minn
- Gamli Nói
- Gömul ugla
- Hani, krummi, hundur, svín
- Hann Tumi fer á fætur
- Hátt uppi í fjöllunum
- Heyrðu snöggvast, Snati minn
- Hjólin á strætó
- Hver var að hlæja
- Í grænni lautu
- Kannast þú við köttinn minn
- Keli káti karl
- Klappa saman lófunum
- Komdu kisa mín
- Kónguló með átta fætur
- Krummi krunkar úti
- Krummi svaf í klettagjá
- Lóan er komin
- Með vindinum þjóta skúraský
- Meistari Jakob
- Nú er úti norðanvindur
- Nú skal syngja um kýrnar
- Ríðum heim til Hóla
- Siggi var úti
- Snert hörpu mína
- Sofðu unga ástin mín
- Stígur við stokkinn
- Stóra brúin fer upp og niður
- Tombai
- Upp á fjall
- Út um mela og móa
- Út um mó
- Vertu til er vorið kallar
- Við erum góð
- Við erum söngvasveinar
- Við skýin
- Vorvindar glaðir
- Það búa litlir dvergar
- Þyrnirós