Þetta lag gerði ég ásamt manninum mínum í ágúst 2007. Lagið er auðvelt að læra, eins og sjá má af myndbandsupptökunum hér að neðan. (Börnin höfðu heyrt lagið í fyrsta sinn daginn áður). Myndskeiðin eru tvö og sýna tvær mismunandi leiðir til að nota lagið með 4-5 ára börnum.
Fyndinn í framan
Á leiðinni hingað sá ég kostulegan karl,
karlinum brá og hann hljóp upp á fjall.
Mér fannst þetta frábærtlega gaman,
því hann var svo fyndinn í framan.
Við viljum sjá, við viljum sjá,
við viljum sjá, hvernig hann var.
Hvernig var hann í framan?
Var hann risi eða dvergur eða álfur eða tröll?
Hvernig var hann í framan?
Texti: Baldur A. Kristinsson Tónlist: Birte Harksen
Gítargrip
(Capo 3.)
//C Am / Dm G7 /
/ F F / C G7 /
/ C E / F Dm /
/G7 G7 / C C //
//C C / C C /
/ G7 G7/ C C /
/ C C / C C /
/ G7 G7/ C C //
Búa til andlit
Ég bað kollega minn á Urðarhóli, Ingibjörgu (Immu) Sveinsdóttur, um að gera teikningarnar af andlitshlutum (mismunandi augum, eyrum, nefum og munnum), sem hægt væri að nota til að búa til fyndin andlit. Meðan lagið er sungið er alltaf eitt barn eða fleiri að búa til skemmtileg andlit á þennan hátt. Einnig væri hægt að láta börnin (eða elstu börnin) teikna á töflu meðan lagið er sungið.
Upptaka með 4 ára börnum á Urðarhóli, sept. 2007:
Hreyfileikur
Meðan ég beið eftir teikningunum frá Immu datt mér í hug að nota leikinn Ásadans sem fyrirmynd að noktun á laginu sem fæli í sér meiri hreyfingu. Í stað fjögurra spilasorta koma þær fjórar verur sem nefndar eru í textanum: risi, dvergur, álfur og tröll, sem börnin velja á milli með því að standa á lituðum spjöldum eða grjónapokum. Þegar einungis tvö börn eru eftir eiga þau að hvort um sig að velja tvo mismunandi liti í einu svo að ekki þurfi að endurtaka lagið of oft.
Upptaka með 5 ára börnum á Urðarhóli haustið 2007: