Galdrakúlu-stoppdans
Fjör og gaman! Þessi stopp-dans er vinsæll og skemmtilegur og hentar vel í myrkrinu að vetrarlagi eða í rými þar sem hægt er að loka birtuna úti. Ég valdi lagið "September" með Earth, Wind and Fire og finnst það passa mjög vel við. Leikurinn er einfaldur: Nornin ýtir á galdrakúlu og þau börn sem völdu hornið með þeim lit sem hún lendir á verða 1-2-3 og Abrakadabra breytt í froska eða eitthvað annað. Börnin skiptast á að vera norn og eru jafnvel tvö saman í hlutverkinu.
Myndskeið
Myndskeiðið var tekið upp í júni 2023 á Aðalþingi.
Galdrakúlan
Því miður get ég ekki bent á hvar er hægt að kaupa svona galdrakúlu, sem er svolítið glatað. Ég fann mína í Góða hirðinum fyrir tilviljun en ég ákvað að setja samt hugmyndina hér og vonandi getur hún gefið innblástur í svipaðan leik útfærðan aðeins öðruvísi. Til dæmis með því að nornin kasti stórum teningi til að sjá hvaða litur kemur upp. Kanski gæti maður teiknað frosk á hvítu hliðina og ef teningurinn lendir á henni, þá breytast öll börnin í froska.
Hér er PDF-skjal með mynd af galdrakúlu sem hægt er að prenta út á litaðan pappír:
Galdrakúla.pdf