Gerum takt með bumbuslætti
Gerum takt með bumbuslætti,
spilum nú af öllum mætti,
allir stoppa ef ég hætti
- NÚ!
Gerum takt með bumbuslætti,
spilum nú af öllum mætti,
Óli spili með sínum hætti
- NÚ!
Við "NÚ!" taka allir hendurnar upp í loftið (nema e.t.v. þeir sem eiga að spila sóló) og við höfum pásu sem varar í síðustu 3 taktana af línu (ein lína er 4 taktar, og NÚ! er sagt á fyrsta taktinum). Allir klappa svo einu sinni á upptaktinum að næsta erindi.
Línan "Óli spili með sínum hætti" er náttúrulega breytileg. Í stað hennar getur t.d. komið:
...
Stelpur spili með sínum hætti
Hristur spili með sínum hætti
Trommur spili með sínum hætti
o.s.frv.
...
"Gerum takt með bumbuslætti" er þýðing á "Vi er alle sammen vilde" eftir Lotte Kærså.
Þýðing: Baldur Kristinsson og Birte Harksen, september 2007.