Þetta einfalda og skemmtilega "leikefni" hefur vakið gífurlaga lukku á deildinni síðustu margar vikur. Börnin hafa verið heilluð af því að láta vatnið renna úr einni flösku í aðra, sem aðeins er mögulegt ef manni tekst að skapa hringiðu í efri flöskunni.
Útskriftarbörnin hafa ásamt Helga Hrafni deildarstjóra lagt mikla vinnu í að blanda alla litina í litalaginu, og þessir litlu vísindamenn tróðu upp við útskriftarathöfnina sína, eins og sjá má og heyra á myndskeiðinu hér fyrir neðan.
Gulur, rauður
C F C
Gulur, rauður, grænn og blár
G7 C G7 C
svartur, hvítur, fjólublár
C G7 C G7
brúnn, bleikur, banani
C G7 C G7
appelsína talandi
C F C
Gulur, rauður, grænn og blár
G7 C G7 C
svartur, hvítur, fjólublár
Litakassatrommur
Hugmyndin á bak við að nota lituðu kassalokin (sjá mynd hér fyrir neðan) til að tromma á þegar lagið er sungið, er að með því að sameina mismunandi skilningarvit (heyrn, sjón og snerting) skapast betri skilningur hjá barninu. Þetta virkar sérstaklega vel hér af því að þegar kössunum eru raðað eftir stærð, þá eru litirnir ekki í réttri röð. Barnið verður þess vegna að einbeita sér mjög að því að tromma á réttan kassa á réttum tíma - sem getur verið ansi erfitt... ;o)