Hægt og rólega

Þrjár stelpur breyttust skyndilega í skjaldbökur. Þær löbbuðu svo hægt og rólega alle leiðina inn á deildina sína. Leðin var löng - en sem betur fer þurfa skjaldbökur aldrei að flýta sér! Í leikskólanum stefnum við að hæglátu skólastarfi og þetta var góð áminning um að það sé oft engin ástæða til að ýta á eftir börnum heldur hægt að leyfa þeim að taka þann tíma fyrir leikinn sem þau vilja.

Lagið sem við syngjum er við sömu laglínu og "Upp, upp, upp á fjall" en textinn var saminn fyrir söguna um Hérann og skjaldbökuna. Stelpurnar hér eru reyndar að leika aðra skjaldböku sem heitir Achicheri og er ein aðalpersónan í sögunni um hlébarðann Osebo og trommuna hans.

Lag skjaldbökunnar

Ég fer svo hægt og rólega,
Því skjaldbaka ég er.
Ég þarf ekki að flýta mér,
aldrei hratt ég fer!

Lag: Upp, upp, upp á fjall
Texti: Birte Harksen

Myndskeið

Hérinn og skjaldbakan

„Tilbúin! Viðbúin! Byrja!“ Hver verður fyrstur í mark, hérinn eða skjaldbakan? Við vitum víst öll hvernig þessi saga endar, er það ekki?! Það borgar sig sjaldan að flýta sér :)

Lag hérans

Flýta sér, flýta sér
Ég þarf svo að flýta mér.
Ekki stoppa til að tína, tína ber.
Hlaupa hratt og flýta sér!

Lag: Út um mó
Texti: Birte Harksen

Sjá líka síðuna Hérinn og skjaldbakan.

Síðast breytt
Síða stofnuð