Hafið er svo rólegt

Það er búið að vera svo yndislegt veður í vikunni að ég ákvað að nota þenna leik frekar úti með börnunum þó að hann sé að sjáfsögðu jafn skemmtilegur inni. Í sólskininnu glitraði glimmerið líka svo fallega og það líktist hafinu enn meira. Tveir fiskar liggja í miðjunni, sofa rólega þegar er það logn, dúa á öldunum þegar það fer að blása og hoppa og skoppa síðan þegar stormurinn hefst. Þetta lag er upplagt tækifæri til að tala um mismunandi vindstyrk, t.d. logn, andvara, golu og storm.

Hafið er svo rólegt

Hafið er svo rólegt, rólegt, rólegt,
hafið er svo rólegt, rólegt, rólegt.

Síðan fer að blása, blása, blása,
síðan fer að blása, blása, blása.

Nú er mikill vindur, vindur, vindur,
nú er mikill vindur, vindur, vindur.

Fiskarnir þeir synda, synda, synda,
fiskarnir þeir synda, synda, synda.

Höfundur: Helga Björg Svansdóttir. Lagið er að finna á diski sem Helga dreifði á námskeiði um músíkþerapíu sem hún hélt árið 2004.

Myndskeið

Tilbreyting

Það er líka gaman að nota litla mjúka bolta í staðinn fyrir fiskana. Ef efnið er aðeins stærra en hér má einnig enda leikinn með því að börnin fara undir dúkinn eins og fiskar í hafinu og tveir kennarar halda "hafinu" uppi.

Glimmerefnið keypti ég á sínum tíma í Rúmfatalagernum. Í hvert skipti sem ég nota það detta af nokkrar glimmerdoppur og gleður það börnin mjög sem finna þær.

Síðast breytt
Síða stofnuð