Hákarlinn í hafinu
Am
Hákarlinn í hafinu,
Dm E
kemur upp úr kafinu,
Dm E
lítur í átt að landi,
Dm F E
langar að skipin strandi.
Dm E
Vini á hann voðalega fáa
Dm E Am
hákarlinn í hafdjúpinu bláa.
Hákarlinn í hafinu,
kann að vera í kafinu
Leikur hann sér að löngu,
loðnu og síldargöngu.
Hefur skrápinn skelfilega gráa,
hákarlinn í hafdjúpinu bláa
Hákarlinn í hafinu,
kvikur er í kafinu.
Blikar á beittar tennur,
blóð um kjaftinn rennur.
Gleðst hann yfir grimmilegum dauða,
hákarlinn í hafdjúpinu rauða.
Hákarlinn í hafinu,
kraftmikill í kafinu.
Bærir þar blakkan ugga,
Bráðum siglir dugga.
Ætli hann gleypi stýrimann og stjóra?
Hákarlinn í hafdjúpinu stóra.
Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Lagið má finna á disknum "Berrössuð á tánum" þar sem Anna Pálína syngur það ásamt mörgum öðrum gullmolum :o)