Hattie og refurinn
Þátttaka barnanna er alltaf mikil í sögustund hjá Immu, enda tengir hún oft söng og hreyfingu inn í söguna. Í bókinni um Hattie og refinn (Hattie and the Fox) er sagt frá hænu sem sér sífellt meira og meira af ref sem er að fela sig inni í runna. Laglínan sem Imma notar í endurtekningarkaflanum er byggð á laginu Minkurinn í hænsnakofanum.
Myndskeiðið fyrir neðan er gott dæmi um hvernig hægt er að vinna með endurtekingarþáttinn í mörgum barnabókum og á einfaldan hátt gera þær enn meira spennandi og aðlaðandi fyrir börnin með því að nota einfaldar laglínur og lifandi frásögn.
Bókin sem er notuð heitir Hattie and the Fox og er eftir Mem Fox.
Síðast breytt
Síða stofnuð