Hvíti elgur hvar ert þú?
Hvíti elgur, hvíti elgur
hvar ert þú? Hvar ert þú?
Barn: Undir __________ laufi!
Allir: Undir __________ laufi!
Ekki hér! Ekki hér!
Eða: Hér er ég! Hér er ég!
Þessa hugmynd sá ég á síðu á netinu, en með öðru dýri. Elgurinn varð fyrir valinu vegna þess að hann var þemadýrið okkar, og það vildi svo skemmtilega til að eitt af því sem við höfðum tengt inn í þemað voru feluleikir (enda getur verið erfitt að finna elgi...)
Laglínan er Meistari Jakob. Eins og sjá má á myndskeiðinu notuðum við tákn með tali til að styðja orðin, og eitt barnanna í einu söng einsöng þegar giskað var á hvaða laufblaði elgurinn faldi sig undir.
Hvíti elgur, hvíti elgur
hvar ert þú? Hvar ert þú?
Barn: Undir __________ laufi!
Allir: Undir __________ laufi!
Ekki hér! Ekki hér!
Eða: Hér er ég! Hér er ég!
Sláðu inn leitarorð hér að neðan.