Jólarokk-stoppdans

Sara Gríms fékk snilldarhugmynd um að tengja lagið "Rokkað í kringum jólatréð" (eftir Ladda) við stoppdans og litla jólasögu sem var bæði skrýtin og skemmtileg. Meðan tónlistin spilar dansa börnin eins og sagan gefur til kynna. Þetta skapaði frábæra jólastemmningu í síðasti danstíma fyrir jól, og börnin skemmtu sér konunglega ens og sjá má á myndskeiðinu :) Hugmyndin er auðvitað ekki bundin við jól, og það er hægt er að búa til sögu um hvað sem er!

Söguþráðurinn

  1. Börnin eru glöð og kát af því að jólin eru að koma. Þau dansa frjálst um jólatréð.
  2. Það byrjar að snjóa. Börnin stinga tungunni út og dansa um, reyna að ná snjókornum á tunguna.
  3. Mamma/pabbi kallar okkur inn. Við förum úr útifötunum en sjáum þá að það liggur smákaka á gólfinu. Við teygjum okkur í hana en þá FESTUMST við með puttana undir tánum! Og svona dönsum við áfram.
  4. Nú er komið að jólamatnum. Við borðum bæði með höndum og fótum því að maturinn er svo góður og við svo svöng. Við dönsum áfram og spriklum með höndum og fótum.
  5. Mamma og pabbi ætla að vaska upp og segja börnunum að leika sér. En í staðinn læðast þau inn í stofu og ætla að gægjast í pakkana. Þá kallar mamma: "Stopp! Hendur fyrir aftan bak!" Og þannig dansa börnin áfram, eins og litlar endur.
  6. Loksins á að fara að opna pakkana. Öll börnin eru ofboðslega spennt og glöð og sýna það í dansinum.
  7. Nú erum við svo ofsalega þreytt og lyppumst niður á gólfið, alveg að því komin að sofna. Við skríðum áfram eins og litlir skrýtnir jóalormar.
  8. Eftir góðan nætursvefn er kominn jóladagur. Við vöknum frísk og glöð og förum á jólaball.

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð