Jólasveinar ganga um gólf

"Birta segir Grýlusögu" kalla ég þetta myndskeið, en hér má sjá upptökur frá samverustund á Stjörnuhóli um daginn þegar við vorum að syngja "Jólasveinar ganga um gólf" og "Bráðum koma blessuð jólin". Börnin eru 2-3 ára gömul svo að það er vandmeðfarið að segja Grýlusögu svo að enginn verði hræddur. Eins og sjá má nota ég mikinn húmor og er með alls konar dót til að byggja upp söguna á sem skemmtilegastan hátt.

Jólasveinar ganga um gólf

Am          E7
Jólasveinar ganga um gólf
    Am             C
með gylltan staf í hendi.
Dm           E
móðir þeirra sópar gólf
   Am      Dm     E7 Am
og flengir þá með vendi.

Am
Uppi' á stól 
Dm          C
stendur mín kanna.
Dm         E
Níu nóttum fyrir jól
   Am  Dm     E  Am
þá kem ég til manna.

Lag: Friðrik Bjanason, fæddur 1880
Texti: Þjóðvísa

Myndskeið

Birta segir Grýlusögu

Daginn áður hafði ég verið með svipaða sögu-/söngstund á annari deild með börnum á svipuðum aldri og þau hlógu svo ótrúlega mikið - sérstaklega þegar Stúfur breytti Grýlu í frosk með töfrasprotanum sínum. Þessi hópur hló ekki alveg jafn mikið en voru samt rosalega áhugasöm og tóku mikinn þátt í flutningnum. Á 15. mínútu syngjum við lagið.

Umræðan um textann

Eins og sjá má í myndskeiðinu kem ég með skýringu á því hvers vegna það er kanna á stólnum og hvers vegna jólsveinarnir ganga um með gylltan staf. Það kemur stundum upp umræða um það hvort þessi texti sé réttur, en þetta var sá texti sem ég lærði þegar ég flutti til Íslands og mér finnst hann frábær. Ef maður hefur áhuga á að kynna sér þetta mál frekar vil ég benda á þessa grein eftir Unu Margréti Jónsdóttur.

Síðast breytt
Síða stofnuð