Kópavogslagið

Í vetur unnu börnin á Skýjahóli alveg frábært verkefni um Kópavog. Í tengslum við verkefnið æfðu þau þetta fallega lag sem var samið af Þóru Marteinsdóttur. Börnin sungu eins og englar fyrir foreldra sína á vorsýningunni og einn kennari á deildinni, Ragnheiður Sara, gerði auk þess hljóðupptökur bæði með hópsöng og einsöng allra elstu barnana. Á myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá börnin á deildinni syngja þrjú erindi fyrir framan stóra Kópavogskortið sem þau höfðu búið til.

Kópavogslagið

Þar sem grasið græna breiðir 
sína slæðu yfir fold;
þar sem rætur spinna þræði 
og hjarta tengist mold;
þar sem bærinn skartar fögrum 
hópi drengja' og fljóða, 
hér á ég heima í voginum góða.

Þegar glaður veifar granni, 
býður mér að koma inn;
þegar kossi fylgir kveðja
"velkominn vinur minn";
þegar kvöldar kemur engill 
mér vinarhönd að bjóða,
þá er ég heima í voginum góða.

Út við Hvamma, Tún og Hjalla
fagran heyri' ég fuglasöng;
út við Hólma, Mel og Brekkur
er gangan aldrei löng;
út við Grundir, Hvarf og Heiðar
lít ég gamla vegaslóða.
Hér á ég heima í voginum góða.

Þegar sólin rís við Sali, 
vaknar Lind við Lækjarnið.
Þegar Fífan fagnar sumri, 
fær vetrarkóngur frið
Þegar birtir yfir Borgum 
við sólarlagið rjóða,
þá er ég heima í voginum góða.

Nú er fagrir söngvar óma 
og sólin bjarta skín;
nú er tónar blíðir hljóma 
ég hugsa hlýtt til þín.
Nú er ástin vefur andann 
inn í fagra sveiflu ljóða
hér á ég heima í voginum góða.

Lag: Þóra Marteinsdóttir, 2005
Texti: Steinunn Anna Sigurjónsdóttir

Lagið með gítargripum

Hvernig lagið varð til

(Vantar texta frá Þóru hér)

Myndskeið

Athugið að á myndskeiðinu syngja börnin fyrstu línuna í hverju erindi örlítið vitlaust. Hér má heyra Kársneskórinn syngja fallega útsetningu Þóru á laginu með réttri laglínu.

Síðast breytt
Síða stofnuð