Lítið lasið skrímsli

Þetta er uppáhalds-skrímslalagið okkar um þessar mundir. Við höfum verið með skrímslaþema síðan um áramót og börnunum finnst það ekki leiðinlegt - þó að sum þeirra hafi þurft að sigrast á óttanum. Skrímsli eru náttúrulega líka alveg ótrúlega ógnvekjandi fyrirbæri, þannig að það veitir ekki af að hafa svona lög eins og þetta, sem sýna okkur skrímslin frá öðru sjónarhorni :)

Eitt af því sem var mjög eftirminnilegt var þegar við í ávaxtastund ákváðum að safna saman appelsínuhýðisreimum og láta þær standa fyrir hina iðandi orma í laginu. Þegar við komum síðan aftur í leikskólann eftir helgi voru "ormarnir" okkar orðnir mjög úldnir og mátulega iðandi og ógeðslegir :)

Ég er lítið lasið skrímsli

(Notið gítarklemmu á þriðja bandi)

         G     C     G
Ég er lítið lasið skrímsli
           D               G
og mig langar ekkert út.
A7                   D
Hornin mín eru völt og veik
           A             D
og mig vantar snýtuklút.

          G      C     G
Ég er orðinn upplitaður,
          D               G
ég er orðinn voða sljór.
A7                        D
Ég held ég hringi í lækni
           A                 D
því að halinn er svo mjór.

G            C             G
Skrímsli eru eins og krakkar,
          D                G
ósköp vesæl ef þau næla sér í kvef.
A                           D
Hver er hræddur við skrímsli
           A7                             D
sem er hóstandi’ og með stíflað nef?

Augun mín þau standa á stilkum,
annað starir út í vegg
og ég held að aldrei aftur
muni á mér vaxa skegg.

Ó mamma, elsku mamma,
nú ég meðal verð að fá.
Glás af iðandi ormum,
annars kemst ég ekki’ á stjá.

Skrímsli eru... o.s.fr.v

(Lag / texti: Olga Guðrún Árnadóttir)
Á plötunni Babbidí-bú

Myndskeið

Athugið að á myndskeiðinu erum við að syngja aðeins vitlausa laglínunu í "...muni á mér vaxa skegg".

Síðast breytt
Síða stofnuð