Lítil lirfa
Lítil lirfa skríður um á laufblaði,
lítil lirfa skríður um á laufblaði.
Svona sæt og lítil lirfa,
voða sæt og lítil lirfa,
og hún skríður bara um á laufblaði.
Hana langar til að borða laufblaðið,
hana langar til að borða laufblaðið.
Svona svöng og lítil lirfa,
voða svöng og lítil lirfa,
hana langar bara að borða laufblaðið.
Smátt og smátt þá verður lirfan södd og þreytt,
smátt og smátt þá verður lirfan södd og þreytt.
Svona södd og syfjuð lirfa,
voða södd og syfjuð lirfa,
smátt og smátt þá verður hún svo södd og þreytt.
Svo hún býr til lítið hús í kringum sig,
já, hún býr til lítið hús í kringum sig.
Svona dugleg lítil lirfa,
voða dugleg lítil lirfa,
svo hún býr bara til hús í kringum sig.
Síðan breytist hún í fallegt fiðrildi,
síðan breytist hún í fallegt fiðrildi.
Og hún flýgur allan daginn,
já, hún flýgur allan daginn,
því hún breyttist í svo fallegt fiðrildi.
Lag: Bandarískt þjóðlag (She'll be coming round the mountain)
Texti: Birte Harksen