Þetta lag er að finna á geisladisknum mínum Maja Maríuhæna og önnur barnalög. Það er langskemmtilegast að nota það samhliða því að leika ljón á sebraveiðum. Jafnvel þegar við erum "bara" að syngja lagið og ekki að læðast í alvörunni eins og á myndskeiðinu þá notum við líka hreyfingar sem passa við textann.
Til að kynna lagið fyrir börnunum áður en við syngjum það og leikum segi ég þeim söguna af Simba litla ljónaunga sem fer með fjölskyldu sinni á sebraveiðar í fyrsta sinn. Til að sýna hvað gerist nota ég annaðhvort plastdýr eða handbrúður. Simbi er mjög stoltur af því standa sig vel í veiðiferðinni og af því að börnin samsama sig honum geta þau betur sætt sig við að sebrahesturinn þurfi að verða ljónunum að bráð.
Ljónafjölskylda
Am G F E
Við erum ljónafjölskylda,
Am G F E
læðumst yfir sléttuna!
Am G F E
Gættu þín á tönnum okkar og
Am G F E
hvössum klóm, JÁ!
Við komum alltaf nær og nær!
Sjáðu okkar beittu klær!
Við hlaupum hratt og tökum rosalegt
stökk, stökk, stökk, WAAH!
Við finnum lykt af bráðinni,
komdu nú, við skulum ná henni!
Við þefum hana uppi, hnusum nú
vel, vel, vel, vel SNIFF!
Og ef við sjáum sebrahest,
við gefum honum engan frest!
Við ráðumst á hann strax og étum hann,
einn – tveir – þrír, NÚ!
Lag: Jørgen Wedege
Texti: Baldur Kristinsson og Birte Harksen Lagið á Spotify