Lundi var með 10 síli

Þetta er einfalt og skemmtilegt lag sem hentar öllum aldurshópum og gefur góð færi á þátttöku barnana. Mér fannst gaman að komast að því (þegar ég var búin að fá hugmyndina að laginu og var að kynna mér lundann betur), að hann er einmitt oft með 10 síli í goggnum í einu, og að hann notar tunguna til að festa sílin á gadda í gómnum þannig að hann geti veitt áfram án þess á missa sílin aftur.

Eftir hvert erindi býð ég barni að koma og velja hvaða sjófugl stelur síli frá lundanum næst. Við æfum þannig líka nöfnin á mismunandi sjófuglum og börnin muna oft lengi hvaða fugl þau völdu. Þetta lag æfir að sjáfsögðu líka bæði tölurnar, einfalda samlagningu og frádrátt.

Lundi var með 10 síli

Lundi var með 10 síli
Lundi var með 10 síli
Lundi var með 10 síli
Lundi flýttu þér heim!

Lundi var með 9 síli…

Lundi var með 7 síli…

Lundi var með 6 síli…

Lundi var með 5 síli…

Lundi var með 4 síli…

Lundi var með 3 síli…

Lundi var með 2 síli…

Lundi var með 1 síli…

Lundi var með ekkert síli
Lundi var með ekkert síli
Lundi var með ekkert síli
Lundi, farðu aftur út á sjó!

Lag: Sally the Camel Has Ten Bumps
Texti: Birte Harksen

Myndskeið

Hvaða fugl á að velja? Fýl? Súlu? Svartbak? Sílamáv? eða…?

Agnes kennari kom með uppstoppaðan lunda frá Vestmannaeyjum

Síðast breytt
Síða stofnuð