Núvitund á tjarnarbakkanum

Það er mjög sterk upplifun að sitja í hljóði á tjarnarbakkanum og fylgjast með öndunum, taka eftir því hvað þær eru að gera og reyna að setja sig inn í hvað þær eru að hugsa. Við verðum jafnvel meðvituð um það hvernig við róumst, verðum jarðbundin, gleymum öllu öðru og reynum að vera alveg í núinu. Að æfa sig í núvitund er gott fyrir bæði kennara og börn.

Slökunartónlist

Það er að sjálfsögðu minnsta mál að gera núvitundaræfingar án þess að vera með slökunartónlist en hún getur samt hjálpað börnunum að slaka á og róa hugann. Tónlist sem ég nota mjög mikið í þessu samhengi eru slökunarlögin úr Vináttuverkefninu. Lagið sem heyrist í myndskeiðinu er einmitt eitt af þeim og heitir "Morgunn við hafið". Lögin eru á Spotify í möppunni: "Vinátta - Gott er að eiga vin", 2018 Barnaheill - Save the Children á Íslandi.

Myndskeið

Kira Willey

Kira Willey

Kira Willey hefur um árabil unnið með jóga fyrir börn og hefur nýlega beint athyglinni að slökun og núvitund. Ég get mælt með öllu sem hún gerir, en bendi í þessu samhengi á diskinn hennar "Mindful Moments for Kids" og líka alveg einstaklega fallega bók sem heitir "Breathe like a Bear - 30 Mindful Moments for Kids to Feel Calm and Focused Anytime, Anywhere."

Íslenskt efni um núvitund með börnum

Fyrstu skref í núvitund fyrir fjölbreyttan nemendahóp.

Handbók unnin af Heilsuleikskólanum Kór í sambandi við Erasmus+ verkefni skólans.

Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla.

Heilsuleikskólinn Krókur í samvinnu við Grunnskóla Grindavíkur.

Rás á Youtube með með stuttum myndskeiðum sem hjálpa börnum að ná stjórn á eigin hugsunum og tilfinningum.

Síðast breytt
Síða stofnuð