Ó, api!
Það var einu sinni api,
í frumskóginum bjó.
Og hann gat sveiflað sér
frá grein til greinar
langar leiðir.
Kátur og glaður
hann hoppaði og hló.
Ó, api! Ó, api!
Ég vildi að ég væri þú.
Hopp-api, skopp-api,
milli trjánna svífum nú!
Og banana hann vildi
jú borða sérhvern dag.
Svo að hann sveiflaði sér
frá grein til greinar
langar leiðir,
tíndi þá af trjánum
og raulaði þetta lag.
Ó, api! Ó, api!...
Og skottið á honum apa
alveg einkar gagnlegt var
Því hann gat sveiflað sér
frá grein til greinar
langar leiðir,
án þess að þurfa
að nota hendurnar
Ó, api! Ó, api!...
Það var einu sinni api
og ég er eins og hann!
Og ég get sveiflað mér
frá grein til greinar
langar leiðir,
án þess að detta.
Ég apabrögðin kann!
- ÉG ER ALVEG EINS OG HANN!
(... óóó neeeeeiii... krash)
Lag: Åh, abe! (Henningsen/ Christensen)
Þýð.: Birte Harksen og Baldur Kristinsson