Korpukórinn úr Korpukoti syngur lag úr ævintýrinu um litlu músina Pílu Pínu.
Saknaðarljóð Gínu Mömmu
Hljótt er nú í húsum inni
Harmur býr í allra sinni
Hvar er litla Píla Pína
Sárt er að missa sína.
Burt hún hvarf og brekkan grætur
birtist mér í draumi nætur
Veslings litla Píla Pína
Sárt er að missa sína.
Músaguð við hættum hlífi
henni,sé hún enn á lífi
Græt ég litla Píla Pína
Sárt er að missa sína.
Rætist óskir hennar heitar
hún það finni sem hún leitar
Komdu aftur Píla Pína
Sárt er að missa sína
Upphaflega útgáfan
Saknaðarljóð Gínu mömmu af plötunni, sungið af Ragnhildi Gísladóttur: