Refurinn (minkurinn) í hænsnakofanum
C
Það var einu sinni bóndi
F C
sem átti hænsnabú
F C
Og ær og hest og kött og gæs
D7 G7
og líka eina kú.
C
En eina dimma vetrarnótt
F C
þau sváfu öll sætt og rótt
F C
Er rauður (svartur) grimmur refur (minkur) læddist
D7 G7
þangað ofur hljótt.
C F
Hænurnar æptu gagg, gagg, gagg.
G C
Haninn galaði gaggala gú,
Am Dm
Bóndi vinur vakna þú
G C
og ver þitt hænsnabú
En bóndinn svaf og hanagreyið hágrét, auminginn
Er horfði hann upp á refinn (minkinn) elta hænuhópinn sinn.
En kisa litla sem að þarna kúrði undir vegg
Hverft var við og hrökk upp er í hausinn fékk hún egg.
Hænurnar æptu gogg, gogg, gagg.
Og vöktu með því kisu,
Kisa æpti mjá, mjá mjá,
Haninn galaði gaggala gú,
Bóndi vinur vakna þú og ver þitt hænsnabú
En bóndinn vaknaði ekki og haninn var nú orðinn ær.
Hinn illi og ljóti refur (minkur) hafði étið hænur tvær.
Nú skrækti hann á bóndans hjálp og rámur æpti: Ræs
Þá rumskaði í næsta kofa gömul syfjuð gæs.
Hænurnar æptu gagg, gagg, gagg.
Og vöktu með því kisu,
Kisa æpti mjá, mjá mjá,
Og vakti með því gæsina,
Gæsin gargaði bra, bra, bra,
Haninn galaði gaggala gú,
Bóndi vinur vakna þú og ver þitt hænsnabú
Og gæsin sem að átti unga lítinn þar
Ekki leist á blikuna að hlusta á hænurnar.
Hún vonda refinn (minkinn) hræddist og veinaði um stund,
Og vakti með því kúna sem þar tók sinn fegurðarblund.
Hænurnar æptu gagg, gagg, gagg.
Og vöktu með því kisu,
Kisa æpti mjá, mjá mjá,
Og vakti með því gæsina,
Gæsin gargaði bra, bra, bra,
Og vakti með því kúna,
Kýrin baulaði mö, mö, mö,
Haninn galaði gaggala gú,
Bóndi vinur vakna þú og ver þitt hænsnabú
Og beljugreyið hræddist við að heyra óhljóðin
Í hænunum og reyndi að vekja bola, manninn sinn
En bolinn sagði argur og hann hristi hornin sín
Hvaða bölvuð læti eru þetta kerling mín??
Hænurnar æptu gagg, gagg, gagg.
Og vöktu með því kisu,
Kisa æpti mjá, mjá mjá,
Og vakti með því gæsina,
Gæsin gargaði bra, bra, bra,
Og vakti með því kúna,
Kýrin baulaði mö, mö, mö,
Og vakti með því bola,
Boli rumdi muuuhhh
Haninn galaði gaggala gú,
Bóndi vinur vakna þú og ver þitt hænsnabú
Og bolinn varð mjög úrillur og baulaði mjög hátt:
Bannsett læti eru þetta hér um miðja nátt.
Það verður strax að stöðva þetta villta hænugeim.
Nú vek ég hundinn svo ég fái svefnfrið fyrir þeim.
Hænurnar æptu gagg, gagg, gagg.
Og vöktu með því kisu,
Kisa æpti mjá, mjá mjá,
Og vakti með því gæsina,
Gæsin gargaði bra, bra, bra,
Og vakti með því kúna,
Kýrin baulaði mö, mö, mö,
Og vakti með því bola,
Boli rumdi muuuhhh
Og vakti með því hundinn.
Hundurinn gelti voff, voff, voff,
Haninn galaði gaggala gú,
Bóndi vinur vakna þú og ver þitt hænsnabú
En nú vaknaði loksins bóndinn því að hundurinn gelti hátt
Og hljóp beint út með byssuna og náði refnum (minknum) brátt.
Svo skaut hann refinn (minkinn) ljóta og hljóp svo heim með hann
Og húsfreyjuna vakti og sagði: Sjáðu hvað ég fann!?
Hænurnar æptu gagg, gagg, gagg.
Og vöktu með því kisu,
Kisa æpti mjá, mjá mjá,
Og vakti með því gæsina,
Gæsin gargaði bra, bra, bra,
Og vakti með því kúna,
Kýrin baulaði mö, mö, mö,
Og vakti með því bola,
Boli rumdi muuuhhh
Og vakti með því hundinn.
Hundurinn gelti voff, voff, voff,
Og vakti með því bóndann.
Haninn galaði gaggala gú,
bóndinn sagði ha, ha, hæ
og bóndakonan hæ, hæ, hæ,
nú refa- (minka-) pels ég fæ.
Ómar Ragnasson, 1970
Lagið á Spotify