ReMida-hljóðfæri

ReMida er skapandi endurvinnslustefna frá Reggio Emilia í Ítalíu. Hljóðfærið sem börnin á myndinni eru að spila á er búið til í samræmi við hana: úr margs konar afgöngum og hlutum sem átti að henda.

ReMida-hljóðfæri

Grunnhugmyndin í ReMida er að hægt sé að nota afganga og fleira sem ætlunin er að henda (einkum frá iðnaði), flokka það og gera aðgengilega fyrir leikskólakennara, sem svo geta notað þá í alls konar skapandi starfi með börnunum.

ReMida5.jpg

ReMida3.jpg

Hljóðfærið á myndinni hér að ofan er gert eftir fyrirmynd sem við sáum á ReMida-stöðinni í Reggio Emilia. Öðrum megin eru hlutir sem hægt er að slá á, hinum megin hlutir sem hægt er að núa eða skrapa.

Þetta hljóðfæri höfum við í Urðarhóli notað í laginu um Mikka frænda sem gengur um á ruslahaugnum og finnur ánægður hluti sem hann getur spilað á.

Ferð til Reggio Emilia

Í janúar 2007 fór hópur sex leikskólakennara frá Íslandi á ráðstefnu í tilefni af 10 ára afmæli ReMida endurvinnslustefnunnar í Reggio Emilia.

Reggio.jpg

Reggio2.jpg

Síðast breytt
Síða stofnuð