Risaeðlulagið

Ingibjörg Sólrún Ágústsdóttir

Hér er stórsniðugt lag úr smiðju Ingu (Ingibjargar Sólrúnar Ágústsdóttur) sem vinnur með mér á Urðarhóli. Það er mjög vinsælt á deildinni hennar, Skólatröð, og ég er viss um að það muni dreifast víðar enda mjög grípandi og skemmtilegt. Lagið er búið til út frá áhugasviði barna en mörgum börnum þykja risaeðlur áhugaverðar. Það er með einföldum texta og samið með það í huga að börnin geti verið virkir þátttakendur þótt þau kunni ekki textann. Á mörgum stöðum í því eru stuttar upphrópanir þar sem gott er að hvetja börnin til að taka virkan þátt.

Inga segir frá:

Árið 2020 var ég að vinna á yngri deild á Skólatröð þar sem við vorum með hreinan 2017 árgang. Við syngjum mikið á Skólatröð við misjafnar undirtektir barnanna.

Í hvert skipti sem við settumst niður og ætluðum að fara að syngja bað Fabian Máni um að syngja risaeðlulagið. Ég kunni ekkert né þekkti neitt risaeðlulag þrátt fyrir að gera mikla leit að slíku.

Eftir að hann var búinn að þrábiðja um að syngja risaeðlulagið í mánuð fór ég heim til mín, settist niður og samdi risaeðlulag fyrir Fabian Mána. Þvílík gleði og hamingja þegar ég gat svo loksins sagt já við Fabian Mána og sungið risaeðlulagið með hópnum.

Kambeðluerindið verður til

Inga heldur áfram:

Í haust mætti ég svo í vinnunna. 2017 árgangurinn var kominn yfir á eldri deild en ég var enn á yngri. Þennan morgunn báðu börnin mig, með Gunnhildi kennaranum sínum, að koma og heyra. Þá sýndu þau mér að þau hefðu samið síðasta erindið sem þeim fannst vanta í lagið. Erindið um Kambeðluna. Þess vegna þykir mér afskaplega vænt um það erindi.

Lagið er viðlag og fimm erindi. Ég hef hins vegar ekki sungið alltaf öll erindin með börnunum hverju sinni þar sem lagið er mjög langt. Fyrstu tvö erindin um Langhálsinn og Grameðluna eru vinsælust og eru í raun passleg lengd fyrir yngri börn.

Þegar ég kynnti lagið fyrir börnunum setti ég það fram á sjónrænan hátt þar sem ég hafði myndir til að sýna þeim af hverri risaeðlu. Þar gátum við meðal annars skoðað litla skottið á flugeðlum, litlu hendurnar á grameðlum og einnig beinagrindurnar sem hafa fundist í jörðinni. Lagið er því einnig hugsað sem lærdómstækifæri þar sem áhugasvið barnanna er gripið og það dýpkað.

Myndskeið

Ég (Birte) kom í heimsókn í Skólatröð og við gerðum upptökur af börnunum að syngja með Ingu og líka af því þegar þau gerðu fallegar risaeðlumyndir. Síðan fórum við saman í Grameðludansinn en hann verður kynntur síðar :)

Risaeðlulagið

[D] Langháls, þetta er [A] langháls.
    Hann er með langan [D]  háls – ójá!
[D] Hann getur borðað [A] laufin
    sem sitja alveg [D] efst.
[G] Ef ég hitti hann, [D] ég myndi knúsa hann
[A] Því hann er svo mikið [D] krútt – ípútt!
[G] Ef ég hitti hann, [D] ég myndi knúsa hann.
[A] Því hann er svo rosalega mikið krúttí [D] pútt.

VIÐLAG
[G] Þetta eru þær, [D] risaeðlurnar.
[A] Sem voru einu sinni [D] til.
[G] Núna eru þær – [D] löngu útdauðar
[A] Og bara eru eftir:
 BEINAGRINDUR- [D] NAR!

Grameðla, þetta er grameðla
Hún er svolítið grimm – ÓNEI!
Hún er með litlar hendur
Og augun niðadimm
En ef ég hitt' hana, ég myndi hlaupa burt
Því hún má ekki bíta í bossann minn – ÓNEI!
Og ef ég hitt' hana, ég myndi hlaupa burt
Því hún má sko allsekki – bíta í bossann minn.

VIÐLAG
Þetta eru þær...

Flugeðla, þetta er flugeðla.
Hún getur flogið hátt. Mjög hátt!
Hún er með stóra vængi og pínulítið skott. 
Og ef ég hitt' hana, ég myndi spyrja hana
Má ég fljúga með þér burt? - Mjög hátt!
Og ef ég hitt' hana, ég myndi spyrja hana : 
Má ég fljúga með þér - langt langt í burt?

VIÐLAG
Þetta eru þær...

Kambeðla, þetta er kambeðla.
Hún er með stóran kamb, AHA!
Hún er svaka töffari, því hún er með hanakamb.
Ef ég hitt' hana, ég myndi spyrja hana: 
Má ég renna niður kambinn þinn? – Mjög hratt!.
Og ef ég hitt' hana, ég myndi spyrja hana
Má ég renna rosa hratt niður kambinn þinn?

VIÐLAG
Þetta eru þær...

Krókódíll, þetta er krókódíll. 
Hvað er hann að gera hér? - HA?!
Sumir segja að hann sé risaeðla.
Því hann er gamall, já svei mér. 
En ef ég hitti hann ég myndi tannbursta hann
Svo hann fái ekki Karíus – og Baktus.
Og ef ég hitti hann, ég myndi tannbursta hann.
Svo hann fái sko allsekki - Karíus og Baktus.

VIÐLAG
Þetta eru þær...

Lag og texti: Ingibjörg Sólrún Ágústdóttir, kennari á Skólatröð.

Beinagrindur

Eins og sjá má í myndskeiðinu gerðu börnin myndir af skrautlegum risaeðlum með IKEA-málingu og gluggasköfu. Myndirnar hér að neðan sýna tvær sniðugar leiðir til viðbótar til að búa til risaeðlubeinagrindur:

Síðast breytt
Síða stofnuð