Leikskólabörnin elska þetta lag! Þau koma oft til mín og segja: "Birta sjáðu, ég er með lausa tönn". "En gaman!" svara ég, og þó að ég sjái það stundum að tönnin er kannski ekki alveg jafn laus og barnið telur, þá passa ég mig á að segja: "Eigum við þá ekki að syngja lagið saman?!". Þetta tvennt helst nefnilega hönd í hönd og það er mikil tilhlökkun sem fylgir því að fá fyrstu ruggutönnina sína og auðvitað gaman þegar lagið verður sungið fyrir mann í samverustund.
Þetta er þekkt danskt barnalag eftir Povl Kjøller (Rokketand) og eitt af fyrstu lögunum sem við Baldur þýddum yfir á íslensku. Mér fannst svo gaman að komast að því að á íslensku var ekki sérstakt orð fyrir lausa tönn þannig að við Baldur völdum orðið Ruggutönn og það má segja að við höfum þar með búið til nýyrði :)
Ruggutönn
Ég er með lausa tönn
Hún ruggar geðveikt mikið
Pabbi vill toga' í mína tönn
En nei, þar dreg ég strikið!
Hún er mín eigin ruggutönnRuggu-ruggu-ruggu-ruggutönnÉg vil ekki missa mína ruggutönnRuggu-ruggu-ruggutönn
Ég er með lausa tönn
Hún ruggar er ég tala
Mamma vill taka þessa tönn
Ég neita því og gala: "Nei!"
Hún er mín eigin ruggutönn Ruggu-ruggu-ruggu-ruggutönn Ég vil ekki missa mína ruggutönn Ruggu-ruggu-ruggutönn
Ég er með lausa tönn
Hún ruggar við hvern sopa
Ég sötra saft í óða önn
Því hún ruggar líka er ég ropa!
Ég elska mína ruggutönnRuggu-ruggu-ruggu-ruggutönnÉg vil ekki missa mina ruggutönnRuggu-ruggu-ruggutönn
Lag: Poul Kjøller / Charlotte Blay
Þýð.: Birte Harksen & Baldur Kristinsson
Lagið með gítargripum:Ruggutönn.pdf Lagið á Spotify
Myndskeið
Diskurinn Maja Maríuhæna
Mína útgáfu af Ruggutönn er að finna á litla leikskóla-geisladisknum Maja Maríuhæna og önnur barnalög sem ég gerði með aðstoð Sigtryggs Baldurssonar árið 2007. Þar sem geisladiskar eru að detta úr notkun hef ég gert lögin aðgengileg bæði hér á síðunni Maja Maríuhæna og önnur barnalög og á tónlistarveitunni Spotify.