Rússneska stelpu í leikskólanum mínum langaði að senda kveðju til langömmu sinnar í Rússlandi sem hafði ætlað sér að koma í heimsókn til Íslands en gat það ekki vegna Kórónuveirununnar. Við ákváðum að senda henni kveðju með því að taka upp þessa yndislega fallegu vögguvísu, sem okkur þykir vænt um að syngja saman. Бабушке с любовью = Til ömmu með ástarkveðju.
Stelpan teiknaði líka svo fallega mynd som passar við lagið því að vögguvísan fjallar einmitt um það að allt sem er í inni á herberginu hjá barninu fer að sofa og bíður eftir að barnið legggist í rúmið til að dreyma.
Við höfum sungið lagið saman í nokkur ár og ég er mjög glöð að við höfum loksins búið til myndskeið fyrir Börn og tónlist svo að fleiri á Íslandi geti kynnst þessu fallega lagi.
Lagið með latnesku letri
A E
Spjat ustalye igrushki, knizhki spjat,
E A
Odeyala i podushki zhdut rebyat.
A A7
Dazhe skazka spat' lozhitsya,
D
Stobi noch'yu nam prisnit'sya.
A E A
Ti ey pozhelay: "Bayu-bay!"
Gítarklemma í 3.
Íslensk þýðing
Þreyttu leikföngin sofa og bækurnar sofa.
Sængur og koddar bíða eftir börnunum.
Meira að segja ævintýrið fer að sofa
svo að okkur geti dreymt um það í nótt.
Þig langar til þess – bless, bless!
Lagið með kýrillísku letri
Спят усталые игрушки, книжки спят.
Одеяла и подушки ждут ребят.
Даже сказка спать ложится,
Чтобы ночью нам присниться.
Ты ей пожелай:
Баю-бай.