Skilningarvitin fimm

Þetta er enn eitt danskt lag úr bernsku minni sem ég hef þýtt með Baldri, manninum mínum. Það fær börnin til að hugsa um skilningarvitin og hverju maður getur komist að í gegnum þau. Þótt lagið hafi fimm erindi (eitt fyrir hvert skilningarvit) er auðvelt fyrir börnin að læra þau ef þau fá myndrenninga til að styðja við minnið. Neðst á síðunni eru PDF-skrár með myndunum sem ég notaði í þessa myndrenninga.

Skilningarvitin fimm

D                   A7
Með eyranu ég heyri
D       G               D
brunabílinn úti á götu,
                             A7
vatn sem rennur o'ní fötu.
D           G             D
Ég heyri líka ef þú kallar á mig.

Með munninum ég smakka
finn bragð af papriku og köku, 
heita rabarbaraböku.
Ég smakka líka góða ísinn hjá þér.

Með auganu ég horfi
á gulan fífil úti á engi,
boltaleik og glaða drengi.
Ég sé það líka ef þú blikkar til mín.

Með nefinu ég þefa
finn lykt af bílum úti á götu,
blómailm og kæsta skötu
Ég finn það líka ef þú prumpar hjá mér.

Með höndunum ég snerti
hrjúfan stein og slétta rúðu,
skarpa nál og mjúka brúðu.
Ég finn það líka ef þú gefur mér knús.

Lag: „Sanse-sang“ C. Bjerring /J.Wedege
Þýð.: Birte Harksen & Baldur A. Kristinsson

Með eyranu ég heyri...

, Uppáhaldserindi barnanna: Með nefinu ég þefa... :)

Myndskeið

Pdf-skrár

Síðast breytt
Síða stofnuð