Skilningarvitin fimm
D A7
Með eyranu ég heyri
D G D
brunabílinn úti á götu,
A7
vatn sem rennur o'ní fötu.
D G D
Ég heyri líka ef þú kallar á mig.
Með munninum ég smakka
finn bragð af papriku og köku,
heita rabarbaraböku.
Ég smakka líka góða ísinn hjá þér.
Með auganu ég horfi
á gulan fífil úti á engi,
boltaleik og glaða drengi.
Ég sé það líka ef þú blikkar til mín.
Með nefinu ég þefa
finn lykt af bílum úti á götu,
blómailm og kæsta skötu
Ég finn það líka ef þú prumpar hjá mér.
Með höndunum ég snerti
hrjúfan stein og slétta rúðu,
skarpa nál og mjúka brúðu.
Ég finn það líka ef þú gefur mér knús.
Lag: „Sanse-sang“ C. Bjerring /J.Wedege
Þýð.: Birte Harksen & Baldur A. Kristinsson