Snjórinn þekur allt
Frost er úti,
mér er svo kalt.
Hvítur snjórinn
þekur allt.
Þekur hús, þekur tré,
þekur allt sem ég sé.
Og ef að þú ert
þar á ferli,
þá fellur, fellur, fellur
líka snjór á þig!
Lag og texti: Birte Harksen, 2010
Stundum fæ ég hugmynd að nýju lagi út af því að ég finn eitthvert skemmtilegt dót, sem mig langar til að nota einhvern veginn í samverustund með börnunum :) Í þessu tilviki var það jólaskraut með silfurlituðum snjókornum, sem hreyfast svo skemmtilega, þegar maður hristir skrautið yfir kollinum á krökkunum.
Lagið er nokkurra ára gamalt þannig að mér fannst frábært að fá börnin í Stubbaseli í lið með mér til að gera lokins upptöku með því. Svo var náttúrulega ekki verra að það var mjög mikill snjór úti einmitt þennan dag!
Frost er úti,
mér er svo kalt.
Hvítur snjórinn
þekur allt.
Þekur hús, þekur tré,
þekur allt sem ég sé.
Og ef að þú ert
þar á ferli,
þá fellur, fellur, fellur
líka snjór á þig!
Lag og texti: Birte Harksen, 2010
Myndskeiðið var tekið upp á Urðarhóli 2015.
Sláðu inn leitarorð hér að neðan.