Tígrisdans í frumskóginum
Ég var svo ánægð þegar ég kom heim með uptökurnar af þessum tígrisdýradans okkar, því að það sést svo vel hvað börnunum finnst þetta gaman og hvað þau dansa af mikilli inlifun. Það kom mér líka skemmtilega á óvart hvað þetta var rólegur og ljóðrænn dans þrátt fyrir því að að það séu 12-15 tígrisdýr í frumskóginum og veiðimaður líka.
Ferlið
Við byrjuðum á að útskýra fyrir börnunum að þau ættu að reyna að dansa eins og tígrisdýr, hafa fingur fyrir klær og urra af og til. Ekki mátti koma við hvert annað og þegar veiðimaðurinn (kennari) bættist í hópinn myndu tígrisdýrin ekki verða hrædd við hann, heldur bara "frjósa" í smástund á meðan veiðimaðurinn bendi spjótinu sínu að þeim. Við vorum búin að dansa dansinn með 3 og 4 ára börnum, sem fannst hann mjög skemmtilegur, en hugmyndin um að frjósa og dansa svo áfram virkaði langt best með elstu börnumum eins og sjá má af upptökunum hér fyrir neðan.
Tónlistin er frábær af því að maður upplifir sig eins svo maður sé staddur langt inni í hættulegum frumskógi með fullt af dýrum. Lagið heitir "Jungle Buzz" og er eftir Momo Laredo. Ég hef reynt að finna það á netinu án árangurs en það fylgdi með spili sem ég keypti einu sinni erlendis. Endilega hafið samband við mig ef þíð viljið fá tónlistina hjá mér.