Trölli Rölli galdrar

Í ágúst 2007 sömdum við Baldur Kristinsson þennan söngtexta um Trölla Rölla, sem elskar að dansa og galdra. Börnin hafa gaman af leiknum og biðja oft um að fá að fara í hann. Sjá myndskeiðið neðar á síðunni.

Trölli Rölli galdrar

Hann Trölli Rölli 
dansar um víðan völl.
Hann sveiflar sprot' 
og galdrar með okkur öll.
Eitt stökk, eitt hopp.
Hann sveigir sín tröllakropp.
Og svo, og svo, 
svo breytumst við öll í ...!

(Börnin hreyfa sig eins og dýrið
sem þeim hefur verið breytt í)

Og er hann hoppar og dansar, 
hoppar og dansar,
hoppa og dansa allir með.
Og er hann hoppar og dansar, 
hoppar og dansar,
hoppum og dönsum við!

// C C / C G7 /
/ G7 G7/ G7 C /
/ C  C / C G7/
/ G7 G7/ G7 C //

// F F / Em Em /
/ Dm Dm / C C /
/ F  F / Em Em /
/ Dm G7/ C C //

Lag: Mexíkósk þjóðlag.
Texti: Birte Harksen og Baldur A. Kristinsson.

Þegar börnin leika dýrið sem verður fyrir valinu í hvert sinn getur verið gaman að kennarinn slái á trommu á meðan.

Myndskeið

Upptaka með 4 ára börnum á Urðarhóli, sep. 2007

Eitt barnanna er Trölli Rölli og stendur í miðjum hringnum með galdrasprota. Allir gera þær hreyfingar sem nefndar eru í laginu og Trölli Rölli ákveður hvað hann vill breyta hinum börnunum í...

Síðast breytt
Síða stofnuð