Í tengslum við dag íslenskrar tungu 2008 voru elstu börnin á Sjávarhóli (Urðarhóli) að æfa sig í að fara með þuluna Tumi sat á tunnu. Þau og voru mjög stolt af útkomunni og það var kennarinn þeirra, hún Imma, auðvitað líka!
Tumi sat á tunnu
Tumi sat á tunnu og
talaði við hana Gunnu,
Þá kom þangað Sigga
og spurði hvar er Vigga,
en Vigga var þar ekki
hún var að raka í flekki
heyið græna og góða
en Gunna fór að sjóða
miðdegismatinn við margt er hún natin.
Beta sat við sauma og sæta vökudrauma,
hún vill hvað eitt laga
og hvers kyns forða baga
Steini gekk að slætti stundum anna gætti
skyr fékk hann í skattinn
skalf og setti upp hattinn
Beggi bar inn móinn en báturinn var róinn
að sækja í soðið ýsu en sjómenn kváðu vísu
léku sér lömbin ungu, litlu fuglarnir sungu
Kata strauk hana kisu
og kálfarnir drukku mysu.