Uglan

Lagið um ugluna er skemmtilegt bæði vegna þess að það eru hreyfingar með því og vegna þess að börnin fá tækifæri til að "breytast" í uglur. Fyrst syngjum við lagið og gerum hreyfingar með. Þegar við komum að síðustu línu kemur eitt barnið þrammandi og hin rjúka upp og byrja að fljúga fram og aftur um salinn um leið og þau segja "Ú-ú-ú".

Uglan

Það var gömul ugla
með oddhvasst nef,
tvö lítil eyru
og átta litlar klær.
Hún sat uppi' í tré
og svo komst þú,
Þá flaug hún í burtu' 
og sagði: "Ú-ú-ú".

Lag: The Wide Eyed Owl
Þýð.: Hrafnildur Sigurðardóttir

Lagið er að finna í Með á nótunum eftir Hrafnildi Sigurðardóttur, og þar er líka lýsing á hreyfingunum.

Myndskeið

Myndir

Uglan á myndinni er hljóðfæri: flauta, sem blásið er í þannig að fram kemur ugluhljóð.

Stoltur strákur að sýna mömmu sinni ugluna sem han gerði í listaskála.

Síðast breytt
Síða stofnuð