Út um mó (Kúplink! Kúplank! Kúplunk!)

Lagið Út um mó þekkja flestir, og það er auðvitað upplagt að syngja það á haustin þegar börnin fara í berjamó. Hér er hugmynd um að bæta við smá viðbót milli erinda: "Kúplink! Kúplank! Kúplunk!", eins og hljóðið sem kemur þegar bláber (bláar perlur) detta í málmskál. Hugmyndin kemur úr bókinni "Blueberries for Sal" (Bláber fyrir Söru) sem fjallar um litla stelpu sem er að tína ber með mömmu sinni einmitt þar sem bjarnamamma og húnninn hennar eru að gæða sér á bláberjum. Sjá myndskeiðið hér að neðan.

Bókin "Blueberries for Sal" á Amazon.

Í lokin á Birte- og Immustundinni um haustið les Imma söguna og við syngjum lagið Út um mó í þessari útgáfu.

Út um mó

C
Út um mó, inn í skóg, 
F                G7
upp í hlíð í grænni tó. 
            C
Þar sem litlu berin

lyngi vaxa á, 
G7                  C    
tína, tína, tína má.

 G7
"Kúplink"

 G7
"Kúplank"
 C
"Kúplunk"

Tína þá berjablá 
börn í lautu til og frá. 
Þar sem litlu berin 
lyngi vaxa á, 
tína, tína, tína má.

"Kúplink"
"Kúplank"
"Kúplunk"

Texti: Friðrik Guðni Þórleifsson

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð