Við siglum til Galapagos
Við siglum til Galapagos,
við siglum til Galapagos,
við siglum til Galapagos.
Hvað sjáum við þar?
Laglína: We Wish You a Merry Christmas.
Dýralífið á Galapagos-eyjunum er alveg ótrúlega spennandi vegna þess hvað þar eru mörg sérstæð dýr (og líka vegna þess að það var þar sem Darwin fékk hugmyndina að þróunarkenningu sinni). Þegar Ekvadór var þemalandið í alþjóðaviku í Kópavogi haustið 2008 kynntum við nokkur dýranna fyrir börnunum með aðstoð skemmtilegrar bókar sem gerir þau að virkum þátttakendum í sögustundinni.
Bókin sem er notuð í sögustundinni er We're Sailing to Galapagos eftir Laurie Krebs. Skoða bókina á Amazon.
Eins og sést af myndskeiðinu hér fyrir neðan, les Imma ekki bókina beint heldur sýnir myndirnar, segir frá dýrunum og börnin gera viðeigandi hreyfingar og dýrahljóð. Áður en blaðað er á næstu síðu syngja allir saman þetta litla lag við laglínuna úr "We Wish You a Merry Christmas":
Við siglum til Galapagos,
við siglum til Galapagos,
við siglum til Galapagos.
Hvað sjáum við þar?
Laglína: We Wish You a Merry Christmas.
Við skoðuðum allmörg dýralífsmyndskeið með börnunum í sambandi við bókina. Hér eru nokkur þeirra:
Sláðu inn leitarorð hér að neðan.