Vorsöngur Ídu

Þetta fallega vorlag úr Emil í Kattholti hefur svo sannarlega glatt okkur í sumar. Við höfum sungið það svo mikið að við kunnum fyrstu tvö erindin orðið mjög vel og í síðustu viku þegar sólin lék við okkur tókum við upp myndefni og söng fyrir myndskeiðið neðar á síðunni. (Athugið að þegar Borgarleikhúsið setti upp leikritið 2021-22 var notuð ný þýðing með öðrum texta.)

Lagið er er að sjáfsögðu upphaflega sænskt og heitir "Idas sommarvisa". Böðvar Guðmundssn gerði þessa yndislega þýðingu.

Vorsöngur Ídu

Já, vittu til, staðhæfir vorið,
að vetrinum þoka ég frá.
Þótt enn hvíli blómin í blundi
og bleik séu úthagans strá,
ég vildi þau vekja og hressa
en veit það er fullsnemmt um sinn
því geri ég holur í hjarnið 
og hleypi þar sólinni inn.

Svo leysi ég vatnið í læki
og lokka fram gutlið í þeim
og kalla á kríurnar léttu
að koma og flýta sér heim,
ég hristi af greinunum hrímið
svo hreiðurstað fuglarnir sjá
og skýin af himninum heilsa 
um heiðloftin skínandi blá.

Og grænjaxlar vorsins og gróður
ég gef síðan börnum að sjá.
Úr vorblómsins bikar þá bergir
ein blómfluga röndótt og smá,
svo bý ég til bala og rjóður
sem börnin finna með þökk
og helli loks heiðríku sumri 
á hlaup þeirra leiki og stökk.

Lag: Idas sommarvisa
Höfundur lags: George Riedel
Höfundur texta: Böðvar Guðmundsson

Lagið til útprentunar

Hér er hægt að prenta út lagið með gítargripum: Vorsöngur_Ídu.pdf

Notið etv. gítarklemmu á 2.-3. þverband til að hækka tóntegundina.

Myndskeið

Ég vona að þetta glaðlega myndskeið komi ykkur í gott skap. Því miður voru sum barnanna farin í sumarfrí svo að ekki allir á deildinni gátu verið með.

Einsöngur

Það var stelpa á deildinni sem ýtti af stað áhuganum á laginu þar sem hún hafði verið að syngja og æfa það heima og heillaði okkur alveg upp úr skónum.

Síðast breytt
Síða stofnuð